Leiðbeiningar fyrir notkun Erelzi áfylltrar sprautu

Lestu ALLAR þessar leiðbeiningar áður en þú gefur inndælingu.

Mikilvægt er að þú reynir ekki að gefa þér lyfið sjálf/sjálfur fyrr en þú hefur fengið þjálfun hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi. Askjan inniheldur Erelzi áfyllta sprautu (áfylltar sprautur) sem hvor fyrir sig er innsigluð í plastþynnu.

NOTIÐ EKKI

Í þessari útgáfu er nálaröryggisbúnaðurinn VIRKJAÐUR, NOTIÐ EKKI áfylltu sprautuna

TILBÚIN TIL NOTKUNAR

Í þessari útgáfu er nálaröryggisbúnaðurinn EKKI VIRKJAÐUR og áfyllta sprautan er tilbúin til notkunar

Erelzi áfyllta sprautan með nálaröryggisbúnaði og viðbættri fingrabrún

Eftir að lyfið hefur verið gefið virkjast nálaröryggisbúnaðurinn þannig að hún hylur nálina. Þetta er ætlað til að hjálpa til við að verja heilbrigðisstarfsmenn, sjúklinga sem gefa sér sjálfir lyf sem ávísað hefur verið af lækni og einstaklinga sem aðstoða sjúklinga sem gefa sér lyfið sjálfir, fyrir áverkum af völdum nálarstunga fyrir slysni.

Hvað þú þarft til viðbótar fyrir inndælinguna:

  • Sprittþurrka.
  • Bómullarhnoðri eða grisja.
  • Ílát fyrir beitta hluti.

Mikilvægar öryggisupplýsingar

Varúð: Geymið sprautuna þar sem börn hvorki ná til né sjá.

  1. Ekki opna ytri öskjuna fyrr en þú ert tilbúin/tilbúinn að nota lyfið.
  2. Ekki nota lyfið ef innsiglið á þynnunni hefur verið rofið því verið getur að það sé ekki öruggt að nota hana.
  3. Ekki hrista sprautuna
  4. Aldrei skilja sprautuna eftir á glámbekk þar sem aðrir gætu átt við hana.
  5. Áfyllta sprautan er með nálaröryggisbúnað sem virkjast til þess að hylja nálina eftir að inndælingu er lokið. Nálaröryggisbúnaðurinn hjálpar til við að koma í veg fyrir áverka af völdum nálarstungu hjá þeim sem meðhöndlar áfylltu sprautuna.
    Gættu þess að snerta ekki vængina á nálaröryggisbúnaðinum fyrir notkun. Með því að snerta þá getur verið að nálaröryggisbúnaðurinn virkist of snemma.
  6. Ekki fjarlægja nálarhettuna fyrr en rétt áður en þú gefur inndælinguna.
  7. Ekki er hægt að nota sprautuna aftur. Farga skal notuðum sprautum strax eftir notkun í ílát fyrir beitta hluti.
  8. Ekki nota sprautuna ef hún hefur dottið á hart yfirborð eða ef hún hefur dottið eftir að nálarhettan hefur verið fjarlægð.

Geymsla Erelzi áfylltrar sprautu

  1. Geymið lyfið innsiglað í öskjunni til að verja það gegn ljósi. Geymið í kæli við 2 °C til 8 °C. MÁ EKKI FRJÓSA.
  2. Mundu að taka þynnuna úr kælinum til að hún nái stofuhita áður en hún er undirbúin fyrir inndælinguna (15-30 mínútur).
  3. Ekki skal nota sprautuna eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á ytri öskjunni eða merkimiðanum á sprautunni á eftir „EXP“. Ef lyfið er útrunnið skal skila allri pakkningunni í apótekið.

Stungustaðurinn

Stungustaðurinn er sá staður á líkamanum þar sem þú ætlar að nota áfylltu sprautuna.

  • Ráðlagður staður er framan á lærum. Þú getur einnig notað neðri hluta kviðar, en ekki svæðið sem er 5 sentimetra í kring um naflann.
  • Veldu mismunandi stað í hvert skipti sem þú gefur þér inndælingu.
  • Ekki gefa lyfið í svæði þar sem húðin er aum, marin, rauð, flögnuð eða hörð. Forðist svæði með örum eða slitförum.
    Ef þú ert með psoriasis skaltu EKKI sprauta beint í upphækkuð, þykk, rauð eða flagnandi húðsvæði eða meinsemdir („psoriasis meinsemdir á húð“).

Ef umönnunaraðili gefur þér inndælinguna má einnig nota svæðið utanvert á upphandleggjum.

Undirbúningur fyrir notkun Erelzi áfylltu sprautunnar

  1. Taktu þynnuna út úr kælinum og láttu hana standa óopnaða í um það bil 15-30 mínútur til að hún nái stofuhita.
  2. Þegar þú ert tilbúin að nota sprautuna skaltu opna þynnuna og þvo þér vandlega um hendurnar með sápu og vatni.
  3. Hreinsaðu stungustaðinn með sprittþurrku.
  4. Taktu sprautuna úr þynnunni.
  5. Skoðaðu sprautuna. Vökvinn á að vera tær eða örlítið mjólkurlitaður, litlaus til örlítið gulleitur og getur innihaldið litlar hvítar eða hálfgagnsæjar próteinagnir. Þannig er eðlilegt útlit Erelzi. Ekki nota lyfið ef vökvinn er skýjaður eða er upplitaður eða inniheldur stóra klumpa, flögur eða litaðar agnir. Ekki nota lyfið ef sprautan er brotin eða ef nálaröryggisbúnaðurinn er virkjaður. Í öllum þessum tilvikum skal skila allri pakkningunni í apótekið.

Hvernig nota á áfyllta Erelzi sprautu

Fjarlægðu nálarhettuna varlega af sprautunni. Fargaðu nálarhettunni. Það getur verið dropi af vökva á endanum á nálinni. Það er eðlilegt.

Klíptu varlega saman húðina á stungustaðnum og stingdu nálinni inn eins og sýnt er. Þrýstu nálinni alla leið inn til að tryggja að hægt sé að gefa lyfið að fullu.

Haltu fingrabrún sprautunnar eins og sýnt er. Þrýstu stimplinum hægt niður eins langt og hann kemst þannig að stimpilendinn sé allur á milli vængjanna á nálaröryggisbúnaðinum.

Haltu stimplinum alveg niðri á meðan þú heldur sprautunni á staðnum í 5 sekúndur.

Haltu stimplinum alveg niðri meðan þú dregur nálina varlega beint út úr stungustaðnum.

Losaðu hægt um stimpilinn þannig að nálaröryggisbúnaðinum hylji nálina sjálfkrafa.
Það getur verið smá blóð á stungustaðnum. Þú getur þrýst bómullarhnoðra eða grisju yfir stungustaðinn og haldið í 10 sekúndur. Ekki nudda stungustaðinn. Þú getur sett lítinn plástur yfir stungustaðinn ef þörf krefur.

Leiðbeiningar varðandi förgun

Farga skal notuðu sprautunni í ílát fyrir beitta hluti (lokanlegt, stunguþolið ílát). Vegna öryggis og heilsu þinnar og annarra má aldrei nota aftur nálar og notaðar sprautur.

Ef spurningar vakna

skaltu tala við lækni, hjúkrunarfræðing eða lyfjafræðing sem þekkir til Erelzi.